Innlent

Fyrstu hugmyndir Stjórnstöðvar ferðamála kynntar á vormánuðum

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar

Tæplega 1,3 milljónir ferðamanna komu hingað til lands í gegnum Keflavíkurflugvöll á síðasta ári sem er um þrjátíu prósenta fjölgun frá árinu áður. Stefnt er að því að kynna fyrstu hugmyndir nýstofnaðrar Stjórnstöðvar ferðamála í vor.

Fjöldamet voru slegin í öllum mánuðum ársins 2015 á Keflavíkurflugvelli. Aukning milli ára fór yfir 30% átta mánuði ársins en hlutfallslega var hún mest milli ára í október, tæp 50 prósent.

Flestir eru ferðamennirnir eru tíu mismunandi þjóðernum; Bretar og Bandaríkjamenn voru fjölmennastir eða 38,3 prósent af heildarfjölda ferðamanna. Þar á eftir komu ferðamenn frá Þýskalandi og Frakklandi.

En aukin fjöldi ferðamanna kallar á aðgerðir stjórnvalda. Stjórnstöð ferðamála var komið á fót í nóvember á síðasta ári og mun starfa til ársins 2020. Sem stendur er Hörður Þórhallsson eini fastráðni starfsmaður stjórnstöðvarinnar en til stendur að stækka starfsemina.

„Stjórnstöðin vinnur eftir vegvísi í ferðaþjónustu sem var kynnt núna á haustmánuðum og er í rauninni Biblía stjórnstöðvar. Þar er talað um sjö áhersluþætti og margir þeirra koma inn á nákvæmlega þennan aukna fjölda ferðamanna,“ segir Hörður. 

Ljóst er að Stjórnstöð ferðamála stendur frammi fyrir stóru verkefni en stefnt er að því að kynna fyrstu hugmyndirnar vormánuðunum.

„Nú er það þannig að það er kannski erfitt að fara í einhverjar drastískar aðgerðir hvað varðar stýringu ferðamanna á þessu ári, en það er um að gera að fara að vinna í þeim áætlunum. Við skulum hafa það í huga að það eru til þjóðgarðar víða um heim sem eru að flatarmáli miklu minni en Ísland þar sem eru miklu fleiri ferðamenn. Þannig ég held að þetta gangi svolítið mikið út á það hvernig við stjórnum umferð ferðamanna á landinu,“ segir Hörður Þórhalsson framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála.


Tengdar fréttir

Boða tíma framkvæmda í ferðamálum

Ríkið, sveitarfélögin og Samtök ferðaþjónustunnar sameinast um nýja Stjórnstöð ferðamála. Hún á að fá 140 milljónir á ári í fimm ár. Á að höggva á hnút framkvæmdaleysis og gríðarlegs flækjustigs í ákvörðunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira