Íslenski boltinn

Gary Martin gerði þriggja ára samning við Víking

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gary Martin við undirskriftina í kvöld með Milos Milojevic, þjálfara, og Heimi Gunnlaugssyni, formanni meistaraflokksráðs Víkings.
Gary Martin við undirskriftina í kvöld með Milos Milojevic, þjálfara, og Heimi Gunnlaugssyni, formanni meistaraflokksráðs Víkings. vísir/ernir

Gary Martin gekk í dag frá samningi til þriggja ára við Pepsi-deildarlið Víkings, en hann kemur í Fossvoginn frá KR.

Gary gekk í raðir KR frá ÍA um mitt sumar 2012 og varð markakóngur deildarinnar 2014 þegar hann skoraði þrettán mörk.

Víkingur hafði á endanum betur í baráttu við Breiðablik um leikmanninn sem ræddu við Gary á síðustu tveimur dögum, en KR var búið að samþykkja tilboð beggja liða í framherjann.

Þessi 25 ára gamli Englendingur hefur skorað 38 mörk í 80 leikjum í efstu deild fyrir KR og ÍA.

Viðtal við Gary birtist á Vísi aðeins síðar í kvöld.


Tengdar fréttir

Gary Martin samdi við Víking

Enski framherjinn færir sig úr Vesturbænum í Fossvoginn og spilar með Víkingum í Pepsi-deildinni næsta sumar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira