Innlent

Fylgstu með óveðrinu „í beinni“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vindur getur jafnvel farið yfir 30 metra á sekúndu og má búast við snörpum hviðum fyrir norðan, einkum staðbundið í Skagafirði og Eyjafirði.
Vindur getur jafnvel farið yfir 30 metra á sekúndu og má búast við snörpum hviðum fyrir norðan, einkum staðbundið í Skagafirði og Eyjafirði. mynd/nullschool

Veðurstofan spáir stormi eða roki, meira en 20 metrum á sekúndu, á norðan og norðanverðulandinu nú fyrri hluta dags. Getur vindur jafnvel farið yfir 30 metra á sekúndu og má búast við snörpum hviðum fyrir norðan, einkum staðbundið í Skagafirði og Eyjafirði.

Sjá einnig: Búist við ofsaveðri með morgninum

Hægt er að fylgjast með óveðrinu á þessum gagnvirku spákortum en athugið að kortin sýna ekki veðrið í beinni útsendingu heldur er um spákort að ræða sem uppfærast reglulega.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira