Fótbolti

Platini ætlar að berjast gegn óréttlætinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michel Platini var léttur þegar hann hitti fjölmiðlamenn í gær.
Michel Platini var léttur þegar hann hitti fjölmiðlamenn í gær. Vísir/EPA

Michel Platini, forseti UEFA, hefur nýhafið átta ára bann sitt frá afskiptum af knattspyrnu en hann er enn að berjast fyrir sakleysi sínu.

Platini tjáði sig um stöðu sína í gær þegar hann hitti fjölmiðla þegar áfrýjun hans var tekin fyrir. Frakkinn heitir því að berjast gegn óréttlætinu og fyrir framtíð sinni.

Platini var í margra augum framtíðarleiðtogi FIFA en sökk sjálfur í spillingarmál sem kostaði hann átta ára bann frá knattspyrnumálum.

Platini var dæmdur í bannið fyrir að taka við 1,3 milljón punda mútugreiðslu frá Sepp Blatter sem átti að vera laun fyrir ráðgjafastarf mörgum árum fyrr.

„Ég hef ekki gert neitt rangt og er ekki hræddur við neitt. Ef þessar ásakanir gegn mér væru sannar þá væri ég væri ég skömmustulegur að fela mig í Síberíu,“ sagði Michel Platini en BBC segir frá.

Áfrýjun Sepp Blatter, forseta FIFA, verður tekin fyrir í dag en hann var dæmdur í samskonar bann og Platini.

„Er það Blatter sem kom mér í þessa stöðu? Alls ekki því hann er í sömu stöðu og ég sjálfur," sagði Platini og bætti við:  „Það ýtti einhver á hnappinn og ég ætla mér að finna út hver það var," sagði Platini.

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, mun ekki halda forsetakosningar fyrr en að áfrýjun Platini hefur verið tekin fyrr.

Áfrýjunarnefnd FIFA hefur vald til þess að stytta eða lengja bannið og gæti eins fellt það alveg úr gildi.


Tengdar fréttir

KSÍ styður Infantino til forseta FIFA

Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, styður Gianni Infantino í framboði hans til forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA.

Lyfjaskandallinn í frjálsum verri en spillingin hjá FIFA

Ólympíumeistarinn og spretthlaupsgoðsögnin Michael Johnson telur frjálsíþróttirnar hafi orðið verr úti en knattspyrnan þegar kemur að spillingarmálum en báðar íþróttagreinar hafa verið mikið í heimsfjölmiðlum að undanförnu fyrir allt annað en afrek íþróttafólksins síns.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira