Innlent

Ákærður fyrir að hóta lögreglumönnum lífláti

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. vísir/gva

Héraðssaksóknari hefur ákært 29 ára gamlan karlmann fyrir brot gegn valdstjórninni en honum er gefið að sök að hafa hótað tveimur lögreglumönnum lífláti og líkamsmeiðingum í janúar í fyrra í kjölfar þess að hann var handtekinn í versluninni Iceland í Engihjalla.

Þá er maðurinn jafnframt ákærður fyrir að hafa haft í fórum sínum 2,61 grömm af maríjúana sem lögregla lagði hald á við öryggisleit á manninum á lögreglustöðinni við Hverfisgötu.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira