Innlent

Ákærður fyrir að hóta lögreglumönnum lífláti

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. vísir/gva

Héraðssaksóknari hefur ákært 29 ára gamlan karlmann fyrir brot gegn valdstjórninni en honum er gefið að sök að hafa hótað tveimur lögreglumönnum lífláti og líkamsmeiðingum í janúar í fyrra í kjölfar þess að hann var handtekinn í versluninni Iceland í Engihjalla.

Þá er maðurinn jafnframt ákærður fyrir að hafa haft í fórum sínum 2,61 grömm af maríjúana sem lögregla lagði hald á við öryggisleit á manninum á lögreglustöðinni við Hverfisgötu.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira