Sport

Samkynhneigðir „verri en dýr“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty

Hnefaleikakappinn Manny Pacquaio hefur vakið mikla reiði með því að halda því fram að samkynhneigt fólk sé „verra en dýr“.

Pacquiao er nú að bjóða sig fram til þingstarfa á Filippseyjunum en talið er að hann sé með því að undirbúa forsetaframboð í framtíðinni.

Íþróttaferli hans er þó ekki lokið en hann áætlar að berjast einu sinni enn, í apríl næstkomandi.

Í framboðinu hefur Pacquaio gefið sig út sem afar trúaaðan og kom áðurnefndum skoðunum á framfæri í sjónvarpsþætti.

„Sérðu dýr af sama kyni makast? Dýr eru betri því þau gera greinamun á karldýrum og kvendýrum. Ef karlmenn stunda kynlíf með öðrum karlmönnnum og konur með öðrum konum eru þau verri en dýr.“

Pacquaio hefur síðan að þessi ummæli birtust beðist afsökunar á Facebook-síðu sinni.

I'm sorry for hurting people by comparing homosexuals to animals. Please forgive me for those I've hurt. I still stand...

Posted by Manny Pacquiao on Tuesday, February 16, 2016


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira