Erlent

Úkraínuforseti biður forsætisráðherrann um að segja af sér

Atli Ísleifsson skrifar
Petró Pórósjenkó Úkraínuforseti.
Petró Pórósjenkó Úkraínuforseti. Vísir/EPA
Petró Pórósjenkó Úkraínuforseti hefur beðið forsætisráðherrann Arseni Jatsenjuk að segja af sér embætti.

Þetta hefur AFP eftir talsmanni forsetans.

Þingmenn á Úkraínuþingi höfðu tryggt sér stuðning nægilega margra þingmanna til að greidd yrðu atkvæði um vantrauststillögu gegn ríkisstjórn Jatsenjuk.

Samflokksmenn forsetans sem eiga sæti á þingi höfðu áður sagst myndu greiða atkvæði með vantrauststillögu, kæmi til slíkrar atkvæðagreiðslu.

Búist var við að Jatsenjuk myndi tilkynna um breytingar í ríkisstjórn sinni í dag.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hótaði í síðustu viku að fresta næstu lánagreiðslu upp á um 2.260 milljarða króna þar sem umbætur í landinu hafi gengið hægt og of lítið hafi verið gert í baráttunni gegn spillingu.


Tengdar fréttir

Hætta á stjórnarkreppu í Úkraínu

Þingmenn hafa tryggt sér nægilega mörg atkvæði til að fram fari atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu gegn ríkisstjórninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×