Innlent

166 Albanir hafa sótt um hæli á Íslandi frá 2013

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Engum hefur verið veitt hæli hér á landi á tímabilinu.
Engum hefur verið veitt hæli hér á landi á tímabilinu. Vísir/Stefán

Af 166 Albönum sem sóttu um hæli hér á landi frá 2013 fékk enginn þeirra umsókn sína samþykkt. Flestum umsóknum var einfaldlega synjað en sjö einstaklingar voru sendir til annars Evrópuríkis á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar.

Þetta kemur fram í svörum Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar. Þar kemur einnig fram að sextán umsóknir hafi verið dregnar til baka á tímabilinu; langflestar á síðasta ári eða fjórtán talsins.

108 umsóknir bárust frá albönskum ríkisborgurum á síðasta ári en af þeim eru 45 umsóknir enn í vinnslu. Upplýsingarnar í svari Ólafar ná frá ársbyrjun 2013 til 18. desember 2015.Fleiri fréttir

Sjá meira