Körfubolti

Martin leikmaður vikunnar í þriðja sinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Martin Hermannsson er að kveikja í norðausturdeildinni í bandarísku háskólakörfunni.
Martin Hermannsson er að kveikja í norðausturdeildinni í bandarísku háskólakörfunni. vísir/stefán

Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, var í dag útnefndur leikmaður vikunnar í NEC-deildinni í bandarísku háskólakörfunni. Þetta kemur fram á heimasíðu LIU Brooklyn.

Þetta er í þriðja sinn á tímabilinu sem bakvörðurinn hlýtur þessa nafnbót og í sjötta sinn sem leikmaður úr liði LIU Brooklyn er valinn bestur á tímabilinu.

Sjá einnig: Svakaleg tölfræði hjá Martin í síðustu sex leikjum

Martin fór hamförum í síðustu viku í tveimur sigurleikjum. Fyrst vann LIU 82-69 sigur á Wagner-háskólanum og hafði svo betur á móti St. Francis í Íslendingaslag, 92-67.

Martin skoraði 17 stig, tók 11 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal einum bolta á móti Wagner, en gerði svo enn betur á móti St. Francis og skoraði 19 stig, tók 7 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal boltanum 5 sinnum.

Íslenski landsliðsmaðurinn var því með 18 stig, 9 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta að meðaltali í þessum tveimur leikjum, en að auki nýtti hann öll tólf vítaskotin sín.

Martin er fjórði stigahæsti leikmaður norðausturdeildarinnar með 15,8 stig að meðaltali í leik, fjórði stoðsendingahæsti með 4,4 stoðsendignar í leik og er með næst bestu vítanýtinguna eða 88 prósent.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira