Innlent

Klippa þurfti mann úr bíl við Egilshöll

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá vettvangi í dag.
Frá vettvangi í dag. Mynd/Jens Þórarinn Jónsson

Árekstur varð á hringtorgi við Egilshöll í Grafarvogi á sjötta tímanum í dag. Þegar starfsmenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins komu á vettvang á sjúkrabíl var ákveðið að kalla til bíl með klippur þar sem erfitt reyndist að komast að manni í bílnum.

Sá sem sat fastur í bílnum virtist vera lítið slasaður, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu. Örskömmu áður hafði verið kallað eftir sjúkrabíl í Egilshöllina vegna bráðaveikinda.

Mikill erill hefur verið hjá starfsmönnum slökkviliðsins við sjúkraflutninga í dag. Á tólf tímum hefur verið farið í 60 til 70 útköll.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira