Innlent

Klippa þurfti mann úr bíl við Egilshöll

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá vettvangi í dag.
Frá vettvangi í dag. Mynd/Jens Þórarinn Jónsson

Árekstur varð á hringtorgi við Egilshöll í Grafarvogi á sjötta tímanum í dag. Þegar starfsmenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins komu á vettvang á sjúkrabíl var ákveðið að kalla til bíl með klippur þar sem erfitt reyndist að komast að manni í bílnum.

Sá sem sat fastur í bílnum virtist vera lítið slasaður, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu. Örskömmu áður hafði verið kallað eftir sjúkrabíl í Egilshöllina vegna bráðaveikinda.

Mikill erill hefur verið hjá starfsmönnum slökkviliðsins við sjúkraflutninga í dag. Á tólf tímum hefur verið farið í 60 til 70 útköll.
Fleiri fréttir

Sjá meira