Innlent

Hellisheiðinni lokað

Bjarki Ármannsson skrifar
Myndir frá Hellisheiðinni um það leyti sem veginum var lokað í kvöld.
Myndir frá Hellisheiðinni um það leyti sem veginum var lokað í kvöld. Mynd/Óttarr Guðlaugsson

Búið er að loka veginum um Hellisheiði, þar sem veður og skyggni er mjög slæmt.

Nokkrar bifreiðar eru enn á veginum og sitja sumar þar fastar. Björgunarsveitir eru komnar á vettvang til að aðstoða ökumenn.

Ekki er hægt að segja til um það að svo stöddu hversu lengi lokunin mun vara.
Fleiri fréttir

Sjá meira