Fótbolti

Tevez hafnaði gylliboði frá Kína

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tevez varð bæði meistari með Juventus og Boca Juniors í fyrra.
Tevez varð bæði meistari með Juventus og Boca Juniors í fyrra. vísir/getty
Carlos Tevez hefur ákveðið að halda tryggð við uppeldisfélagið Boca Juniors í Argentínu þrátt fyrir sannkallað ofurtilboð frá kínverska liðinu Shanghai SIPG.

Samningurinn sem Tevez var boðinn hefði gefið honum hvorki meira né minna en 19,5 milljónir punda í árslaun en hann ákvað samt að halda áfram að spila í heimalandinu.

Liðin í kínversku ofurdeildinni hafa farið mikinn á félagaskiptamarkaðinum að undanförnu en margir þekktir leikmenn hafa fært sig um set til Kína. Má þar m.a. nefna Alex Teixeira, Gervinho, Jackson Martínez og Ramires.

Tevez, sem er 32 ára, gekk til liðs við Boca í fyrra eftir tveggja ára dvöl hjá Juventus. Í nóvember hjálpaði hann svo Boca að verða argentínskur meistari í fyrsta sinn síðan 2011.

Tevez hefur einnig leikið með Corinthias í Brasilíu og ensku liðunum West Ham United, Manchester United og Manchester City á ferlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×