Körfubolti

Ég er svo ljótur að fólk er hrætt við mig

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sjálfsálitið er ekki alveg í lagi hjá Cousins.
Sjálfsálitið er ekki alveg í lagi hjá Cousins. vísir/getty

DeMarcus Cousins hefur farið á kostum með Sacramento Kings í vetur og tók þátt í stjörnuleik NBA-deildarinnar um síðustu helgi.

Hann er með 26,8 stig og 11,1 frákast að meðaltali í leik. Margir segja að hann sé besti stóri maðurinn í NBA-deildinni í dag.

Cousins segir að ein ástæða þess að honum gangi vel sú að hann sé svo ljótur að aðrir séu hræddir við hann.

„Ég er ljótur gaur. Ég get ekkert að því gert hvernig ég lít út. Sumum líkar við andlitið á mér en öðrum ekki. Ef ég væri lítill þá væri ég ekkert ógnandi. Þá væri ég bara lítill og ljótur,“ sagði Cousins við fjölmiðla á stjörnuleiknum.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira