Fótbolti

Ronaldo og Jesé sáu um Rómverja | Sjáðu mörkin

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Cristiano Ronaldo skoraði í kvöld.
Cristiano Ronaldo skoraði í kvöld. vísir/getty

Real Madrid er í góðum málum fyrir seinni leikinn á móti Roma í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Madrídingar réðust inn í Rómarborg í kvöld og unnu 2-0 sigur á Ólympíuvellinum þar sem Cristiano Ronaldo og Jesé skoruðu mörkin.

Það tók lærisveina Zinedine Zidane 57 mínútur að brjóta varnarmúr Rómverja að bak aftur, en fyrra markið skoraði Ronaldo með skoti sem fór af varnarmanni og inn.

Jesé Rodriguez bætti svo við öðru marki Real á 86. mínútu og fór þar með langt með að tryggja Real Madrid inn í 16 liða úrslitin, en Roma þarf nú 2-0 sigur á Bernabéu bara til að tryggja sér framlengingu.

Eins illa og Real Madrid gengur á móti ítölskum liðum spilar það alltaf vel á móti Roma. Real hefur aðeins unnið fjóra af 30 leikjum sínum í Meistaradeildinni á móti ítölskum liðum og allir voru þeir á móti Roma.

Cristiano Ronaldo skorar og kemur Real í 0-1: Jesé tryggir 0-2 sigur Real:


Fleiri fréttir

Sjá meira