Innlent

Rekstraraðila smálánafyrirtækja gert að greiða dagsektir

Birgir Olgeirsson skrifar
Ákvörðunin um dagsektir snýr að einkahlutafyrirtækinu Neytendalán sem rekur meðal annars Hraðpeninga.
Ákvörðunin um dagsektir snýr að einkahlutafyrirtækinu Neytendalán sem rekur meðal annars Hraðpeninga. vísir/valli

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að Neytendalán ehf., sem rekur smálánafyrirtækin 1909, Múla og Hraðpeninga, eigi að greiða dagsektir að fjárhæð 20.000 kr. á dag þar til félagið bætir úr upplýsingagjöf á vefsíðum sínum.

Þetta kemur fram á vef Neytendastofu en þar segir að fyrirtækjum beri samkvæmt lögum að veita upplýsingar um sig á vefsíðum sínum þannig að neytendur eigi auðvelt með að átta sig á því hver stendur á baki síðunni.

Segir Neytendastofa þetta vera upplýsingar á borð við nafn, heimilisfang, kennitölu og virðisaukaskattnúmer. Þar sem þessar upplýsingar er ekki að finna með fullnægjandi hætti á vefsíðum 1909, Múla og Hraðpeninga og Neytendalán hefur ekki orðið við kröfu Neytendastofu um að bæta upplýsingagjöf sína þurfa þau nú að greiða dagsektir þar til úr þessu verður bætt.

Sjá úrskurðinn hér. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira