Innlent

Friðarsúlan tendruð í tilefni afmælis Yoko Ono

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Friðarsúlan er útilistaverk eftir Yoko Ono.
Friðarsúlan er útilistaverk eftir Yoko Ono. Vísir/ernir
Tendrað verður á friðarsúlunni í Viðey annað kvöld klukkan 19 í tilefni af afmælisdegi Yoko Ono. Mun loga á súlunni þar til klukkan níu á föstudagsmorgun.

Friðarsúlan var reist í Viðey árið 2007 en um er að ræða útilistaverk eftir Yoko Ono til að heiðra minningu John Lennon en listaverkið er tákn fyrir baráttu þeirra hjóna fyrir heimsfriði.

Á friðarsúluna eru grafin orðin „hugsa sér frið“ á 24 tungumálum en enska heitið er vísun í lagið „Imagine“ eftir John Lennon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×