Fótbolti

Sjáðu markið sögulega sem Messi skoraði í dag

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Lionel Messi skoraði fyrstu tvö mörk Barcelona á móti Sporting Gíjon í spænsku 1. deildinni í fótbolta í dag.

Fyrra markið hjá Messi var númer 300. í deildinni á hans ferli, en Argentínumaðurinn er búinn að skora þau öll fyrir eitt og sama liðið; Barcelona.

Það síðara var 10.000 markið sem Barcelona skorar í spænsku deildinni, en Messi skoraði einnig 9.000 deildarmark Börsunga.

Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín bendir á það á Twitter-síðu sinni að Messi er nú sjötti maðurinn sem skorar 300 mörk eða fleiri í einni af fimm sterkustu deildum Evrópu.

Jimmy Greaves, fyrrverandi leikmaður Tottenham, trónir efstur á listanum með 366 mörk sem hann skoraði á Englandi frá 1957-1971. Þýska markavélin Gerd Müller er í öðru sæti með 365 mörk og svo kemur Cristiano Ronaldo með 330 mörk.

Þetta sögulega mark Lionel Messi má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×