Fótbolti

Sjáðu markið sögulega sem Messi skoraði í dag

Tómas Þór Þórðarson skrifar

Lionel Messi skoraði fyrstu tvö mörk Barcelona á móti Sporting Gíjon í spænsku 1. deildinni í fótbolta í dag.

Fyrra markið hjá Messi var númer 300. í deildinni á hans ferli, en Argentínumaðurinn er búinn að skora þau öll fyrir eitt og sama liðið; Barcelona.

Það síðara var 10.000 markið sem Barcelona skorar í spænsku deildinni, en Messi skoraði einnig 9.000 deildarmark Börsunga.

Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín bendir á það á Twitter-síðu sinni að Messi er nú sjötti maðurinn sem skorar 300 mörk eða fleiri í einni af fimm sterkustu deildum Evrópu.

Jimmy Greaves, fyrrverandi leikmaður Tottenham, trónir efstur á listanum með 366 mörk sem hann skoraði á Englandi frá 1957-1971. Þýska markavélin Gerd Müller er í öðru sæti með 365 mörk og svo kemur Cristiano Ronaldo með 330 mörk.

Þetta sögulega mark Lionel Messi má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira