Sport

Slíta samningi við Pacquaio vegna ummæla um samkynhneigða

Samúel Karl Ólason skrifar
Manny Pacquaio.
Manny Pacquaio. Vísir/Getty
Íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur slitið samningi sínum við boxarann Manny Pacquaio. Það er var gert vegna ummæla sem boxarinn lét falla á dögunum. Hann sagði að samkynhneigð væri ekki að finna í dýraríkinu og því væru samkynhneigðir verri en dýr.

Sjá einnig: Samkynhneigðir „verri en dýr“

Nike segir þessi ummæli vera „andstyggileg“. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að Nike sé mótfallið mismunun og hafi lengi stutt réttindabaráttu LGBT-samfélagsins.

„Við eigum ekki lengur í samstarfi við Manny Pacquaio.“

Pacquiao er nú að bjóða sig fram til þingstarfa á Filippseyjunum en talið er að hann sé með því að undirbúa forsetaframboð í framtíðinni.

Á vef Outsports er rifjað upp að tilkynning Nike svipi til ummæla þeirra frá 2013 eftir að boxarinn sagðist vera andsnúinn hjónaböndum samkynhneigðra. Þá hafi þeir ekki rift samningi hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×