Handbolti

Snorri Steinn markahæstur í tapi gegn Róberti

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson skoraði sjö mörk í kvöld.
Snorri Steinn Guðjónsson skoraði sjö mörk í kvöld. vísir/eva björk

Róbert Gunnarsson og félagar í Paris Saint-Germain unnu sigur á Nimes, 34-28, á útivelli í Íslendingaslag í frönsku 1. deildinni í handbolta í kvöld.

PSG lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleiknum sem Frakklandsmeistaranir unnu með tíu marka mun, 20-10.

Róbert Gunnarsson skoraði eitt mark úr eina skoti sínu markið fyrir PSG, en hjá Nimes var Snorri Steinn Guðjónsson markahæstur með sjö mörk úr tólf skotum.

PSG er áfram á toppnum með 28 stig, fjórum stigum meira en Arnór Atlason og félagar í St. Raphaël sem vann Chartres, 29-25, í kvöld. Arnór Atlason skaut fjórum sinnum á markið án þess að skora.

Nimes er í áttunda sæti með 16 stig eftir tapið í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira