Handbolti

Snorri Steinn markahæstur í tapi gegn Róberti

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson skoraði sjö mörk í kvöld.
Snorri Steinn Guðjónsson skoraði sjö mörk í kvöld. vísir/eva björk

Róbert Gunnarsson og félagar í Paris Saint-Germain unnu sigur á Nimes, 34-28, á útivelli í Íslendingaslag í frönsku 1. deildinni í handbolta í kvöld.

PSG lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleiknum sem Frakklandsmeistaranir unnu með tíu marka mun, 20-10.

Róbert Gunnarsson skoraði eitt mark úr eina skoti sínu markið fyrir PSG, en hjá Nimes var Snorri Steinn Guðjónsson markahæstur með sjö mörk úr tólf skotum.

PSG er áfram á toppnum með 28 stig, fjórum stigum meira en Arnór Atlason og félagar í St. Raphaël sem vann Chartres, 29-25, í kvöld. Arnór Atlason skaut fjórum sinnum á markið án þess að skora.

Nimes er í áttunda sæti með 16 stig eftir tapið í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira