Erlent

Obama fer til Kúbu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Viðburðurinn markar tímamót.
Viðburðurinn markar tímamót. vísir/afp
Barack Obama Bandaríkjaforseti mun á næstu vikum fara í opinbera heimsókn til Kúbu, að sögn starfsmanns Hvíta hússins. Búist er við að Obama muni greina frá heimsókn sinni í dag, en hún verður hluti af ferðalagi hans til Mið- og Suður-Ameríku.

Um verður að ræða sögulega heimsókn í ljósi þess að enginn sitjandi Bandaríkjaforseti hefur farið til Kúbu frá kommúnistabyltingunni árið 1959.

Þá er þetta jafnframt liður í batnandi samskiptum milli ríkjanna tveggja en í fyrra opnuðu þau sendiráð hvort í sínu landinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×