Innlent

Lést er bíll hans fór í höfnina í Ólafsvík

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maðurinn virðist hafa misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að bíllinn fór yfir bryggjukantinn og hafnaði á hvolfi í höfninni.
Maðurinn virðist hafa misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að bíllinn fór yfir bryggjukantinn og hafnaði á hvolfi í höfninni.

Maður á níræðisaldri lést er bíll hans fór í höfnina í Ólafsvík síðdegis í gær.  Í tilkynningu frá lögreglunni á Vesturlandi kemur fram að maðurinn, sem var einn í bílnum, kom akandi niður á bryggjuna og virðist síðan hafa misst stjórn á honum, með þeim afleiðingum að bíllinn fór yfir bryggjukantinn og hafnaði á hvolfi í höfninni. 

Lífgunartilraunir hófust strax er búið var að ná bílnum upp úr höfninni en þær báru ekki árangur.  Málið er í rannsókn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Vesturlandi.

Atvikið átti sér stað skömmu eftir klukkan fimm í gær. Kafaradeild sérsveitar lögreglunnar var kölluð út en snúið við stuttu seinna. Lögregla, slökkvilið, björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn voru sendir á vettvang.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira