Sport

Ronda, Vonn og Wozniacki sátu fyrir naktar | Myndbönd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ronda er hér stolt með forsíðuna sína.
Ronda er hér stolt með forsíðuna sína. vísir/getty

Þrjár af fremstu íþróttakonum heims sátu fyrir naktar í sundfatatímariti SI. Sundföt voru síðan máluð á þær.

Útkoma sundfataheftisins vekur mikla athygli á hverju ári og aðkoma íþróttakvennanna vekur oftar en ekki mesta athygli.

Þetta er annað árið í röð sem UFC-konan Ronda Rousey tekur þátt og hún var ein af þrem forsíðustúlkum að þessu sinni. Tenniskonan Caroline Wozniacki var einnig að sitja fyrir annað árið í röð.

Skíðakonan Lindsey Vonn er að taka þátt í fyrsta sinn og allar höfðu þær gaman af.

Hér má sjá myndir af myndatökunum hjá stúlkunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira