Erlent

Forsíðumynd veldur usla

Samúel Karl Ólason skrifar
Forsíðan umdeilda.
Forsíðan umdeilda. Vísir/AFP
Hægri sinnað tímarit í Póllandi hefur valdið miklum usla í dag með forsíðumynd sinni. Þar má sjá mynd af konu sem klædd er í fána Evrópusambandsins og eru þeldökkir menn að ráðast á hana. Fyrirsögnin við myndina er: „Íslamska nauðgun Evrópu“. Samfélagsmiðlar hafa logað vegna málsins og fjallað hefur verið um það í miðlum víða.

Forsíðunni hefur verið líkt við áróður fasista í seinni heimsstyrjöldinni.

Þá stendur einnig við greinina að um sé að ræða rannsókn á því hvað „fjölmiðlar og elítan í Brussel væru að fela fyrir borgurum ESB“. Höfundur greinarinnar segir menningarheima íslam og vestrænnar kristnar trúar hafa verið í stríði í fjórtán aldir og nú sé heimurinn að verða vitni að gríðarstórum árekstri menningarheimanna.

Greinin fjallar að miklu leyti um árásirnar í Köln á nýársnótt þar sem rúmlega þúsund kvartanir bárust til lögreglu og snerust um helmingur þeirra að kynferðisárásum.

Forsvarsmenn tímaritsins hafa aldrei falið stuðning sinn við nýja hægri sinnaða ríkisstjórn Póllands. Sú ríkisstjórn hefur barist harðlega gegn dreifingu flóttamanna til ríkja ESB. Leiðtogi stærsta flokks landsins Lög og réttlæti hafi haldið því opinberlega fram að flóttamenn hafi komið með kóleru til Grikklands og aðrar sóttir til Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×