Körfubolti

Paul í aðalhlutverki í sigri Clippers | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Chris Paul skorar tvö af 28 stigum sínum gegn San Antonio.
Chris Paul skorar tvö af 28 stigum sínum gegn San Antonio. vísir/afp

Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Los Angeles Clippers vann nokkuð öruggan sigur á San Antonio Spurs á heimavelli, 105-86.

Chris Paul átti frábæran leik fyrir Clippers og skoraði 28 stig og gaf 12 stoðsendingar. Jamal Crawford skilaði 19 stigum og sex stoðsendingum af bekknum og DeAndre Jordan skoraði níu stig og tók 17 fráköst.

Tony Parker var stigahæstur í liði San Antonio með 14 stig en þetta var fyrsta tap liðsins í sjö leikjum.

Cleveland Cavaliers vann sinn fjórða leik í röð þegar liðið fékk Chicago Bulls í heimsókn. Lokatölur 106-95, Cleveland í vil en liðið situr á toppi Austurdeildarinnar með 39 sigra og 14 töp.

LeBron James var í aðalhlutverki í liði Cleveland en hann skoraði 25 stig, tók níu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Kyrie Irving kom næstur með 19 stig og þá skoraði Kevin Love 15 stig og tók 15 fráköst.

Derrick Rose var stigahæstur hjá Chicago með 28 stig en marga sterka leikmenn vantar í liðið vegna meiðsla.

Þá vann Washington Wizards Utah Jazz í höfuðborginni, 103-89.

Úrslitin í nótt:
LA Clippers 105-86 San Antonio
Cleveland 106-95 Chicago
Washington 103-89 Utah

James var öflugur í nótt DeAndre Jordan með rosalega troðslu John Wall með lagleg tilþrif
NBAFleiri fréttir

Sjá meira