Körfubolti

Martin stigahæstur í tapi LIU

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin hefur spilað geysilega vel í undanförnum leikjum LIU.
Martin hefur spilað geysilega vel í undanförnum leikjum LIU. mynd/facebook-síða liu

Martin Hermannsson og félagar hans í LIU Brooklyn biðu lægri hlut, 74-67, fyrir Robert Morris í háskólakörfuboltanum í Bandaríkjunum í gær.

Martin hefur spilað frábærlega með LIU að undanförnu og hann stóð fyrir sínu í gær.

Martin var stigahæstur í liði LIU með 18 stig en hann gaf einnig flestar stoðsendingar, eða fimm talsins. Martin hitti úr fimm af níu skotum sínum utan af velli og nýtti öll sex vítaskot sín.

Martin er með 20,4 stig að meðaltali í síðustu sjö leikjum LIU, 4,7 stoðsendingar og aðeins 1,9 tapaðan bolta.

Martin var í viðtali í Fréttablaðinu í morgun en það má lesa með því að smella hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira