Körfubolti

Uppáhaldi stuðningsmanna Cleveland skipt í burtu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Varejao er vinsæll í Cleveland.
Varejao er vinsæll í Cleveland. vísir/getty

Tólf ára dvöl Brasilíumannsins Anderson Varejao hjá Cleveland Cavaliers er lokið en honum var skipt til Portland Trail Blazers í gær.

Varejao er í miklum metum hjá stuðningsmönnum Cleveland en hann er sjöundi leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins með 591 leiki. Þeir hefðu þó orðið miklu fleiri ef ekki hefði verið fyrir erfið meiðsli. Varejao spilaði t.a.m. aðeins 26 leiki á síðasta tímabili vegna meiðsla.

Varejao var sendur til Portland ásamt valrétti í fyrstu umferð nýliðavalsins. Í staðinn fékk Cleveland valrétt í annarri umferð sem þeir skiptu svo ásamt bakverðinum Jared Cunningham til Orlando Magic fyrir Channing Frye.

Frye, sem er á sínu tíunda tímabili í NBA, var með 5,2 stig og 3,2 fráköst að meðaltali í leik fyrir Orlando í vetur. Frye er fín þriggja stiga skytta en hann er með 39,7% skotnýtingu fyrir utan á tímabilinu.

NBA


Fleiri fréttir

Sjá meira