Fótbolti

Leikurinn gegn KR generalprufa Vieira og félaga fyrir MLS-deildina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Villa, Frank Lampard og Andrea Pirlo eru allir á mála hjá NYC FC.
David Villa, Frank Lampard og Andrea Pirlo eru allir á mála hjá NYC FC. Visir/Getty

KR-ingar héldu til Bandaríkjanna í vikunni þar sem þeir verða í æfingabúðum næstu tvær vikurnar.

KR mun spila á fjögurra liða æfingamóti í bænum Bradenton í Flórída ásamt MLS-liðinu New York City FC, FC Cincinnati sem leikur í USL-deildinni, og danska liðinu HB Köge.

KR-ingar spila fyrst gegn FC Cincinnati á morgun og svo gegn Köge á miðvikudaginn. Síðasti leikrurinn verður svo 27. febrúar gegn stjörnum prýddu liði New York City FC.

Patrick Vieira tók við þjálfun NYC FC fyrir tímabilið og þá eru þrjár evrópskra stjörnur í leikmannahópnum - þeir David Villa, Frank Lampard og Andrea Pirlo. Þá er landsliðsmaðurinn Mix Diskerud einnig á mála hjá NYC FC.

Leikurinn gegn KR verður síðasti æfingaleikur NYC FC fyrir tímabilið í MLS-deildinni en liðið mætir Chicago Fire í fyrsta leik sínum þann 6. mars.

Þetta verður enn fremur fimmti æfingaleikur NYC FC í febrúar en liðið hefur leikið fyrstu tvo þeirra og unnið þá báða, 1-0.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira