Golf

Spieth í vandræðum á fyrsta hring

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fátt gekk upp hjá Jordan Spieth í gær.
Fátt gekk upp hjá Jordan Spieth í gær. Vísir/Getty

Jordan Spieth fór ekki vel af stað á PGA-mótinu Northern Trust Open sem hófst í Kaliforníu í gær. Hann lék á 79 höggum á fyrsta hring og er sextán höggi á eftir fremsta manni, Kólumbíumanninnum Camilo Villegas.

Spieth fékk átta skolla á hringnum sínum og lauk honum með því að fá skramba á átjándu holu.

„Ég hef nokkrum sinnum spilað á 80 höggum á PGA-móti,“ sagði Spieth eftir hringinn í gær en hann hefur þó aldrei byrjað verr á PGA-móti en í gær.

„Ég ímynda mér að svona lagað hendi mann nokkrum sinnum á ferlinum. Það er bara óheppilegt þegar það gerist.“

Norður-Írinn Rory McIlroy er að keppa á sínu fyrsta PGA-móti í ár og hann spilaði vel í gær. Hann kom í hús á 67 höggum.

Bein útsending frá mótinu hefst á Golfstöðinni klukkan 22.00 í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira