Körfubolti

Krzyzewski verður með landsliðið á ÓL í Ríó

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Krzyzewski ásamt Steph Curry.
Krzyzewski ásamt Steph Curry. vísir/getty

Það hafa verið sögusagnir um að Mike Krzyzewski muni ekki þjálfa bandaríska körfuboltalandsliðið á ÓL í Ríó.

Þær sögur hafa komið til út af heilsufarsvandræðum þjálfarans.

Hann er mjög slæmur í hnjánum og ætlar að fara í aðgerð eftir að tímabilinu í háskólaboltanum lýkur. Hann er þjálfari Duke.

Í ljósi þessara sögusagna gáfu Krzyzewski og Jerry Colangelo, formaður bandaríska körfuknattleikssambandsins, út yfirlýsingar í gær þar sem þeir ítrekuðu að Krzyzewski yrði með liðið í Ríó.

Krzyzewski nær að fara í aðgerð og endurhæfingu áður en ballið byrjar hjá landsliðinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira