Enski boltinn

Framherji Sheffield United settur fyrirvaralaust í bann af eigin félagi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Baxter fagnar marki í leik með Sheffield United.
Baxter fagnar marki í leik með Sheffield United. Vísir/Getty

Framherjinn Jose Baxter hefur verið settur í bann hjá enska B-deildarliðinu Sheffield United í annað skipti á níu mánuðum.

Baxter er fyrrum leikmaður Everton og var síðast settur í bann síðastliðið vor þegar hann alsæla greindist í lyfjaprófi hjá honum.

Ekki er vitað hvort að bannið nú tengist aftur eiturlyfjaneyslu en félagið birti stutta tilkynningu á heimasíðu sinni í morgun þar sem fram kemur að það muni ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu.

Baxter var á sínum tíma yngsti leikmaður Everton frá upphafi þegar hann kom inn á í leik með aðalliði félagsins aðeins sextán ára. Hann gekk í raðir Sheffield United frá Oldham árið 2013 og hefur skorað 20 mörk í 93 deildarleikjum síðan þá.

Hann hélt fram sakleysi sínu í málinu sem kom upp í vor og sagði að lyfinu hefði verið laumað út í drykkinn sinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira