Enski boltinn

Framherji Sheffield United settur fyrirvaralaust í bann af eigin félagi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Baxter fagnar marki í leik með Sheffield United.
Baxter fagnar marki í leik með Sheffield United. Vísir/Getty

Framherjinn Jose Baxter hefur verið settur í bann hjá enska B-deildarliðinu Sheffield United í annað skipti á níu mánuðum.

Baxter er fyrrum leikmaður Everton og var síðast settur í bann síðastliðið vor þegar hann alsæla greindist í lyfjaprófi hjá honum.

Ekki er vitað hvort að bannið nú tengist aftur eiturlyfjaneyslu en félagið birti stutta tilkynningu á heimasíðu sinni í morgun þar sem fram kemur að það muni ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu.

Baxter var á sínum tíma yngsti leikmaður Everton frá upphafi þegar hann kom inn á í leik með aðalliði félagsins aðeins sextán ára. Hann gekk í raðir Sheffield United frá Oldham árið 2013 og hefur skorað 20 mörk í 93 deildarleikjum síðan þá.

Hann hélt fram sakleysi sínu í málinu sem kom upp í vor og sagði að lyfinu hefði verið laumað út í drykkinn sinn.Fleiri fréttir

Sjá meira