Innlent

Málnefnd vill eiginnöfn á keppnistreyjunum

Bjarki Ármannsson skrifar
Á að standa Birkir eða Bjarnason?
Á að standa Birkir eða Bjarnason? Vísir/Valli
Íslensk málnefnd telur að áletrun á keppnisbúninga sem nota á innanlands eða erlendis eigi að sýna eiginnafn leikmanns en ekki eftirnafn. Rúmlega 900 manns hafa nú skorað á stjórn Knattspyrnusambandsins að endurskoða þá ákvörðun að hafa eftirnöfn aftan á keppnistreyjum landsliðs karla í knattspyrnu á Evrópumeistaramótinu í sumar.

Aðstandendur áskorunarinnar telja ýmis rök fyrir því að notast frekar við eiginnöfn á treyjunum og leituðu álits málnefndar á málinu.

„Hér hefur ríkt sú hefð í mörg hundruð ár að menn beri eiginnafn en séu svo kenndir við föður sinn, og núna í seinni tíð oftar við mæður sínar,“ segir Guðrun Kvaran, formaður Íslenskrar málnefndar. „Þessum sið viljum við halda og teljum að það grafi undan íslenskri málvenju ef farið er að nota föðurnöfn hér í auknum mæli. Auk þess teljum við að þetta brjóti í bága við lög um íslenska tungu frá 2011, þar sem meðal annars segir að íslenska sé opinbert mál Íslands á alþjóðavettvangi.“

Álit málnefndar má sjá hér í viðhengi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×