Enski boltinn

Arsenal náði ekki að skora gegn Hull

Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. vísir/getty

Arsenal gerði markalaust jafntefli við Hull á Emirates-leikvanginum í dag í 16-liða úrslitum enska bikarsins, en þungur sóknarleikur Arsenal bar ekki árangur sem erfiði.

Arsenal var mikið meira með boltann, en náði ekki að skapa sér afgerandi marktækifæri. Þeir gerðu þó tilkall til tveggja vítaspyrna, en Mike Dean, dómari leiksins, lét sér fátt um finnast.

Liðin þurfa því að mætast aftur á heimavelli Hull, KC Stadium, en Arsenal hvíldi marga lykilmenn í leiknum vegna stórleiksins gegn Barcelona í vikunni.

Topplið B-deildarinnar, Hull, hvíldi einnig nokkra af sínum lykilmönnum, en þeir eiga einnig mikilvægan leik fyrir höndum í vikunni gegn Ipswich.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira