Enski boltinn

Kelly skaut Crystal Palace áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kelly fagnar sigurmarki sínu.
Kelly fagnar sigurmarki sínu. vísir/getty

Tottenham er úr leik í enska bikarnum eftir tap á heimavelli gegn Crystal Palace í dag, en Palace er því komið í átta liða úrslitin.

Eina mark leiksins kom á 45. mínútu, en markið skoraði fyrrum Liverpool-maðurinn Martin Kelly. Lokatölur 1-0, en þungar sóknir Tottenham báru ekki árangur sem erfiði.

Tottenham er því úr leik og getur því einbeitt sér að ensku deildinni og Evrópudeildinni þar sem liðið stendur í ströngu á báðum stöðum.
Fleiri fréttir

Sjá meira