Enski boltinn

Chelsea burstaði City | Sjáðu mörkin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Diego Costa fagnar fyrsta marki Chelsea.
Diego Costa fagnar fyrsta marki Chelsea. vísir/getty

Það var ekki mikil spenna í stórleik 5. umferðarinnar í enska bikarnum þegar Chelsea burstaði Manchester City á heimavelli, 5-1, og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar.

City stillti upp hálfgerðu varaliði enda á liðið afar mikilvægan leik framundan í Meistaradeildinni á miðvikudag þegar liðið mætir Dynamo Kyiv í Kænugarði á miðvikudaginn.

Diego Costa kom Chelsea yfir á 35. mínútu, en David Faupala jafnaði metin fyrir City og staðan jöfn í hálfleik, 1-1.

Willian kom Chelsea aftur yfir á 48. mínútu og fimm mínútum síðar skoraði Gary Cahill og staðan orðin 3-1. Eden Hazard skoraði svo fjórða mark Chelsa úr aukaspyrnu, en markið má sjá, sem og öll önnur, hér neðst í fréttinni.

Veislunni var ekki lokið á Brúnni því Bertrand Traore skoraði fimmta og síðasta mark laglegum skalla, en eins og í markinu á undan mátti setja spurningarmerki við Willy Caballero í marki City. Lokatölur 5-1.

Chelsea er því komið í átta liða úrslit keppninnar, en City er úr leik. Manuel Pellgrini, stjóri City, var bersýnilega með hugann við leikinn á miðvikudag þegar hann stillti upp liði City í dag.

Diego Costa kemur Chelsea í 1-0: David Faupala jafnar í 1-1 fyrir Manchester City: Willian kemur Chelsea í 2-1: Gary Cahill kemur Chelsea í 3-1: Eden Hazard kemur Chelsea í 4-1: Bertrand Traore kemur Chelsea í 5-1:

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira