Enski boltinn

Missti af leik Man. Utd því hann var að spila FIFA

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Powell í leik með United.
Powell í leik með United. vísir/getty

Einn leikmaður Man. Utd var ekki límdur fyrir framan skjáinn að horfa á félagið spila í Danmörku í gær. Hann gleymdi sér yfir FIFA-tölvuleiknum.

Hér erum við að ræða um Nick Powell sem er á láni hjá Hull City. Hann hefur ekki gefið upp alla von um að eiga framtíð hjá United.

Powell er 21 árs gamall og líkt og margir aðrir ungir menn spilar hann FIFA-leikinn mikið í tölvunni heima hjá sér. Hann viðurkenndi að hafa gleymt sér og því ekki séð leikinn gegn Midtjylland.

Eins og flestir vita þá missti hann ekki af miklu því Man. Utd tapaði leiknum og gat ekki neitt. Það var líklega skemmtilegra að spila tölvuleik.
Fleiri fréttir

Sjá meira