Enski boltinn

Árni Þór markahæstur í fyrsta sigri Aue á árinu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Árni Þór Sigtrygsson.
Árni Þór Sigtrygsson. mynd/aue

Íslendingaliðið Aue fagnaði sterkum sigri á heimavelli gegn HSC Coburg í kvöld, 22-19, í þýsku 2. deildinni í handbolta, en fyrir leikinn var Aue í níunda sæti en Coburg í þriðja.

Leikurinn var jafn og spennandi framan af, en staðan í hálfleik var 8-8. Eins og lokatölurnar gefa til kynna var lítið skorað.

Í stöðunni 11-11 skoruðu lærisveinar Rúnars Sigtryggssonar í Aue þrjú mörk í röð, tóku forystuna, 14-11, og héldu forskotinu til enda.

Árni Þór Sigtryggsson var markahæstur hjá Aue í kvöld með fimm mörk úr fimm skotum og Bjarki Már Gunnarsson stóð vaktina í vörninni. Sveinbjörn Pétursson varði átta skot í markinu og var með 31 prósent hlutfallsmarkvörslu.

Þetta er fyrsti sigur Aue í deildinni á árinu og sá fyrsti síðan í byrjun desember á síðasta ári. Aue var búið að tapa þremur og gera eitt jafntefli í síðustu fjórum deildarleikjum.

Rúnar og lærisveinar hans eru nú með 27 stig í níunda sæti þýsku 2. deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira