Handbolti

Ágúst Elí: Hlusta ekki á hann í hálfleik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hér er Ágúst Elí vonandi að hlusta á Halldór Jóhann.
Hér er Ágúst Elí vonandi að hlusta á Halldór Jóhann. vísir/ernir

„Þetta var nauðsynlegur sigur og við stóðum undir pressunni,” sagði Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, sem varði og varði í markinu í sigri sinna manna gegn Akureyri í kvöld.

„Ef ég tala fyrir sjálfan mig þá var eins og ég væri sofandi fyrstu sex mörkin og síðan allt í einu kveiknaði á mér. Það gekk vel eftir það,” en aðspurður hvað Halldór, þjálfari, hafi sagt í hálfleik svaraði Ágúst:

„Ég hlusta ekki á hann í hálfleik. Ég er sjálfur að reyna dreifa huganum; hugsa um hvað ég gerði um daginn og hvað ég ætli að gera á morgun og eitthvað.”

„Ég var ánægðastur með agann. Ég zoon-aði svo oft út í markinu útaf flottum markvörslum, en aginn og varnarleikurinn var mjög góður,” sem segir sigurinn mikilvægan til að komast lengra frá ÍR:

„Þeir eru búnir að vera nálægt rassgatinu á okkur mjög lengi og við náðum aðeins að slíta okkur frá þeim og erum stigi á eftir Akureyri.”

Ágúst Elí var frábær í markinu, en var þetta hans besti leikur á tímabilinu? „Já og nei. Þetta var mikið af sjónvarpsvörslum, en ég var dálítið lengi í gang. Þetta var allaveganna á topp fimm,” sagði Ágúst í samtali við Vísi.
Fleiri fréttir

Sjá meira