Handbolti

33 prósent tapleikjanna gegn Íslandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagur heilsar Aroni Kristjánssyni.
Dagur heilsar Aroni Kristjánssyni. Vísir/Getty
Þýska handboltalandsliðið hefur unnið 28 af 36 leikjum sínum undir stjórn Dags Sigurðssonar en hann stýrði liðinu í fyrsta leiknum í september árið 2014. Það gerir 78 prósenta sigurhlutfall en það er litlu hærra í mótsleikjum þar sem hann hefur unnið átján af þeim 23 leikjum.

Þjóðverjar hafa aðeins tapað samtals 6 leikjum síðan Dagur settist í þjálfarastólinn og tveir þeirra hafa komið í vináttulandsleikjum á móti Íslandi, í janúar 2015 og svo aftur fyrir tæpum mánuði.

33 prósent tapleikja Dags með þýska liðið hafa því komið á móti Íslandi. Hin fjögur töpin voru á móti Spáni (2), Katar og Króatíu.


Tengdar fréttir

Dagur, kunna Íslendingar að fagna?

Íslenski landsliðsþjálfari Þýskalands þótti heldur rólegur í fögnuðinum eftir sigurinn á EM í Póllandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×