Innlent

Flugvirkjar funda aftur í hádeginu

Flugvirkjar hjá Samgöngustofu, sem sinna öllu gæðaeftirliti með íslenskum flugfélögum og viðhaldsstöðvum og votta leyfi, hafa verið samningslausir í 27 ár.
Flugvirkjar hjá Samgöngustofu, sem sinna öllu gæðaeftirliti með íslenskum flugfélögum og viðhaldsstöðvum og votta leyfi, hafa verið samningslausir í 27 ár. Vísir/Anton Brink

Ekki náðist samkomulag með flugvirkjum, sem vinna hjá Samgöngustofu, og samningamanna ríkisins á fundi sem stóð fram á ellefta tímann í gærkvöldi.

Þá var fundi frestað og er ráðgert að halda áfram á hádegi í dag. Um er að ræða sex flugvirkja sem annast lögboðið eftirlit og þurfa þeir meðal annars að samþykkja að skrá nýjar vélar í íslenska flugflotann. Nú þegar hafa orðið tafir á því sviði vegna verkfallsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira