Innlent

Flugvirkjar funda aftur í hádeginu

Flugvirkjar hjá Samgöngustofu, sem sinna öllu gæðaeftirliti með íslenskum flugfélögum og viðhaldsstöðvum og votta leyfi, hafa verið samningslausir í 27 ár.
Flugvirkjar hjá Samgöngustofu, sem sinna öllu gæðaeftirliti með íslenskum flugfélögum og viðhaldsstöðvum og votta leyfi, hafa verið samningslausir í 27 ár. Vísir/Anton Brink

Ekki náðist samkomulag með flugvirkjum, sem vinna hjá Samgöngustofu, og samningamanna ríkisins á fundi sem stóð fram á ellefta tímann í gærkvöldi.

Þá var fundi frestað og er ráðgert að halda áfram á hádegi í dag. Um er að ræða sex flugvirkja sem annast lögboðið eftirlit og þurfa þeir meðal annars að samþykkja að skrá nýjar vélar í íslenska flugflotann. Nú þegar hafa orðið tafir á því sviði vegna verkfallsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira