Handbolti

Hefði getað verið verra

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðmundur á hliðarlínunni á EM.
Guðmundur á hliðarlínunni á EM. vísir/epa

Það verður væntanlega Íslendingaslagur í undankeppni HM í handbolta næsta sumar þegar Danmörk og Austurríki mætast.

Guðmundur Guðmundsson er þjálfari danska liðsins og verður það væntanlega enn næsta sumar fari svo að hann komi liðinu á Ólympíuleikana. Patrekur Jóhannesson þjálfar svo Austurríki.

„Þetta er ágætur dráttur fyrir okkur. Austurríki er með gott lið en þetta hefði getað verið verra. Á móti kemur að við hefðum líka getað fengið léttari andstæðing,“ sagði Guðmundur.

„Svona umspilsleikir eru alltaf erfiðir og ég er frekar svekktur að hafa ekki fengið seinni leikinn á heimavelli. Það er alltaf betra.“

Danir spiluðu síðast við Austurríki á EM 2014 og höfðu þá betur.
Fleiri fréttir

Sjá meira