Handbolti

Hefði getað verið verra

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðmundur á hliðarlínunni á EM.
Guðmundur á hliðarlínunni á EM. vísir/epa

Það verður væntanlega Íslendingaslagur í undankeppni HM í handbolta næsta sumar þegar Danmörk og Austurríki mætast.

Guðmundur Guðmundsson er þjálfari danska liðsins og verður það væntanlega enn næsta sumar fari svo að hann komi liðinu á Ólympíuleikana. Patrekur Jóhannesson þjálfar svo Austurríki.

„Þetta er ágætur dráttur fyrir okkur. Austurríki er með gott lið en þetta hefði getað verið verra. Á móti kemur að við hefðum líka getað fengið léttari andstæðing,“ sagði Guðmundur.

„Svona umspilsleikir eru alltaf erfiðir og ég er frekar svekktur að hafa ekki fengið seinni leikinn á heimavelli. Það er alltaf betra.“

Danir spiluðu síðast við Austurríki á EM 2014 og höfðu þá betur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira