Erlent

Stjörnukokkur skaut sjálfan sig til bana

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Benoit Violier var margverðlaunaður fyrir afrek sín á sviði matargerðar.
Benoit Violier var margverðlaunaður fyrir afrek sín á sviði matargerðar. Vísir/EPA

Franski stjörnukokkurinn Benoit Violier fannst látinn á heimili sínu í gær. Hann rak veitingastaðinn Restaurant de l'Hotel de Ville in Crissier nærri borginni Lausanne í Sviss. Lögregla telur að hann hafi framið sjálfsmorð og notaði hann til þess byssu.

Veitingastaðurinn var valinn sá besti í heimi af franska miðlinum La Liste í desember þar sem eitt þúsund veitingastaðir voru teknir fyrir. Staðurinn er með þrjár Michelin-stjörnur.

Kokkurinn var 44 ára gamall. Lærimeistari Violier, Philippe Rochat, lét lífið fyrir nokkrum mánuðum eftir að hafa veikst við hjólreiðar að því er segir í frétt BBC.
Fleiri fréttir

Sjá meira