Erlent

Stjörnukokkur skaut sjálfan sig til bana

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Benoit Violier var margverðlaunaður fyrir afrek sín á sviði matargerðar.
Benoit Violier var margverðlaunaður fyrir afrek sín á sviði matargerðar. Vísir/EPA

Franski stjörnukokkurinn Benoit Violier fannst látinn á heimili sínu í gær. Hann rak veitingastaðinn Restaurant de l'Hotel de Ville in Crissier nærri borginni Lausanne í Sviss. Lögregla telur að hann hafi framið sjálfsmorð og notaði hann til þess byssu.

Veitingastaðurinn var valinn sá besti í heimi af franska miðlinum La Liste í desember þar sem eitt þúsund veitingastaðir voru teknir fyrir. Staðurinn er með þrjár Michelin-stjörnur.

Kokkurinn var 44 ára gamall. Lærimeistari Violier, Philippe Rochat, lét lífið fyrir nokkrum mánuðum eftir að hafa veikst við hjólreiðar að því er segir í frétt BBC.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira