Sport

Hjátrúarfullur Curry ætlar að hjálpa Panthers að vinna Super Bowl

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Curry og eiginkona hans á Panthers-leik fyrr í vetur.
Curry og eiginkona hans á Panthers-leik fyrr í vetur. vísir/getty

Besti leikmaður NBA-deildarinnar, Steph Curry, er mikill stuðningsmaður Carolina Panthers sem spilar í Super Bowl um næstu helgi.

Curry hefur viðurkennt að vera mjög hjátrúarfullur er hann spilar leiki en hann er jafnvel enn hjátrúarfyllri er kemur að leikjum Panthers.

Hann segir að það sem hann geri er Panthers spili hafi áhrif. Það er því ekki sama í hverju hann sé eða hvar hann situr.

„Er Panthers spilaði undanúrslitaleikinn þá sat ég í lukkustólnum mínum í fyrri hálfleik. Þá gekk allt upp. Svo skipti ég um stól í fimm mínútur í seinni og þá kastaði Cam Newton [leikstjórnandi Panthers] boltanum frá sér. Ég var því fljótur að skipta um stól og hvað gerðist þá?“ sagði Curry.

Það sem gerðist er að Arizona kastaði líka frá sér boltanum og möguleikar þeirra á að koma sér inn í leikinn hurfu endanlega.

Super Bowl-leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport næstkomandi sunnudag.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira