Fótbolti

Alfreð þakkar öllum hjá Olympiacos fyrir tíma sinn hjá félaginu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Finnbogason fagnar hér marki sínu á móti Arsenal.
Alfreð Finnbogason fagnar hér marki sínu á móti Arsenal. Vísir/AFP

Alfreð Finnbogason er að kveðja Grikkland og gríska félagið Olympiacos þar sem hann hefur verið á láni síðan í haust.

Alfreð hefur nú sett inn færslu á fésbókarsíðu sína þar sem hann þakkar öllum hjá Olympiacos fyrir tíma sinn þar.

Alfreð fékk lítið að spila hjá Olympiacos en hápunktur hans hjá félaginu var án efa þegar hann tryggði liðinu sigur á Arsenal á Emirates-leikvanginum í London. Alfreð skoraði alls 2 mörk í 13 leikjum í öllum keppnum með gríska félaginu.

Á myndinni sem fylgir færslunni þá sést Alfreð fagna tveimur mörkum sínum með Olympiacos-liðinu og að sjálfsögðu er aðalmyndin af því þegar hann var nýbúinn að skora hjá Arsenal.

Alfreð Finnbogason er á leiðinni til Þýskalands þar sem er búist við því að hann gangi frá lánsamningi við þýska úrvalsdeildarfélagið FC Augsburg.

Want to thank Olympiacos FC for this time, proud to have been a part of the Olympiacos family. We made some good memories together that I will always remember, all the best to everybody at the club!

Posted by Alfred Finnbogason on 1. febrúar 2016

Tengdar fréttir

Alfreð að semja við lið í þýsku deildinni?

Alfreð Finnbogason mun samkvæmt heimildum 433.is skrifa undir samning hjá þýska liðinu Augsburg á morgun en hann er á förum frá Real Sociedad eftir misheppnaða dvöl á Spáni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira