Körfubolti

Martin valinn leikmaður vikunnar í NEC-deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Hermannsson.
Martin Hermannsson. Vísir/Daníel

Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson átti frábæra viku með körfuboltaliði LIU Brooklyn skólans og hann var í kvöld valinn leikmaður vikunnar í NEC-deildinni.

Martin deilir verðlaunum með Michael Carey, leikmanni Wagner. Þetta er í annað skiptið á þessu tímabili sem Martin fær þessi verðlaun.

Martin Hermannsson var með 21,5 stig, 7,0 stoðsendingar, 5,5 fráköst og 3,5 stolna að meðaltali í leikjum LIU Brooklyn í vikunni. Hann nýtti ennfremur 52,1 prósent skota sinna og 80 prósent vítaskotanna.

Martin komst í fámennan hóp með þeim Kris Dunn og Ben Simmons en þeir þrír eru einu leikmennirnir í bandaríska háskólaboltanum í vetur sem hafa náð því að vera að minnsta kosti með 20 stig, 7 fráköst, 7 stoðsendingar og 5 stolna bolta í einum leik.

Martin var með 22 stig, 8 fráköst, 7 stoðsendingar og 5 stolna bolta í sigri á móti Sacred Heart skólanum en íslenski bakvörðurinn tapaði ekki einum bolta allan leikinn.

Martin er með fimm hæstu á tímabilinu í stigum (15,0 - 5. sæti), stoðsendingum (4,6 - 3. sæti), stolnum boltum (1,9, - 2. sæti), vítanýtingu (87,5 prósent - 2. sæti) í NEC-deildinni og þá er hann í sjötta sæti yfir þriggja stiga skotnýtingu (40 prósent).

Næsti leikur Martins og félaga í LIU Brooklyn skólaliðinu er á móti Mount St. Mary's aðfaranótt föstudagsins.


Tengdar fréttir

Ótrúlegur leikur hjá Martin

Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson fór á kostum með liði sínu, LIU, í bandaríska háskólaboltanum í nótt.

Martin í sigurliði en Acox og Elvar töpuðu

Kristófer Acox skoraði aðeins tvö stig fyrir Furman í bandaríska háskolaboltanum í körfubolta í kvöld þegar liðið tapaði fyrir The Citadel 89-86 í æsispennandi leik.

Martin með sautján stig og Elvar þrettán stoðsendingar

Fimm Íslendingar voru í eldlínunni í bandaríska háskólaboltanum í körfubolta í dag. Martin Hermannsson var stigahæstur þeirra með sautján stig, en Elvar Már Friðriksson var stoðsendingarhæstur með þrettán stoðsendingar í sigri Barry.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira