Innlent

Heitavatnslaust í Selási fram á nótt

Bjarki Ármannsson skrifar
Heitavatnslaust verður í götunni Selási í Árbæ, frá Viðarási að Hraunsási, fram á nótt.
Heitavatnslaust verður í götunni Selási í Árbæ, frá Viðarási að Hraunsási, fram á nótt. Vísir/GVA

Heitavatnslaust verður í götunni Selási í Árbæ, frá Viðarási að Hraunsási, fram á nótt. Um bilun í heitavatnslögn er að ræða en unnið er að viðgerðum.

Í tilkynningu frá Veitum er fólki bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Þá er fólki ráðlagt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur.

Upplýsingar um framvindu viðgerðar verður að finna á Facebook-síðu Veitna.
Fleiri fréttir

Sjá meira