Innlent

Heitavatnslaust í Selási fram á nótt

Bjarki Ármannsson skrifar
Heitavatnslaust verður í götunni Selási í Árbæ, frá Viðarási að Hraunsási, fram á nótt.
Heitavatnslaust verður í götunni Selási í Árbæ, frá Viðarási að Hraunsási, fram á nótt. Vísir/GVA

Heitavatnslaust verður í götunni Selási í Árbæ, frá Viðarási að Hraunsási, fram á nótt. Um bilun í heitavatnslögn er að ræða en unnið er að viðgerðum.

Í tilkynningu frá Veitum er fólki bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Þá er fólki ráðlagt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur.

Upplýsingar um framvindu viðgerðar verður að finna á Facebook-síðu Veitna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira