Erlent

Ted Cruz tók fram úr Trump

Ted Cruz.
Ted Cruz.

Öldungardeildarþingmaður Texas, Ted Cruz, sem sækist eftir að verða forseti Bandaríkjanna, bar sigur úr býtum í fyrstu forkosningum Repúblikanaflokksins sem fram fóru í Iowa í nótt. Sigur Cruz kemur nokkuð á óvart því flestar kannanir höfðu spáð auðkýfingnum Donald Trump sigri.

Svo fór þó ekki og fékk Cruz 28 prósent atkvæða, Trump rúm 24 og öldungardeildarþingmaður Flórída, Marco Rubio kemur fast á hæla Trump með rúm 23 prósent.

Sjá einnig:Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum

Í sigurræðu sinni sagði Cruz meðal annars að íbúar Iowa hafi sent skýr skilaboð um að sigurvegari kosninga verði ekki valinn í fjölmiðlum, og ekki af öflugum þrýstihópum, heldur af grasrótinni. Vísaði Cruz þar til þess hve mikla umfjöllun framboð Donalds Trump hefur fengið.


Tengdar fréttir

Spennan magnast í Bandaríkjunum

Hillary Clinton reynir allt hvað hún getur að halda í naumt forskot á Bernie Sanders í fyrsta forvali Demókrata.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira