Erlent

Hillary Clinton rétt marði Sanders með minnsta mun

Bernie Sanders hefur velgt Hillary Clinton verulega undir uggum upp á síðkastið.
Fréttablaðið/EPA
Bernie Sanders hefur velgt Hillary Clinton verulega undir uggum upp á síðkastið. Fréttablaðið/EPA
Demókratar gengu  að kjörborðinu í Iowa til að velja sinn frambjóðanda fyrir næstu forsetakosningar í nótt.

Þar var spennan gríðarleg og þegar búið er að telja 99,2 prósent atkvæða er munurinn á Bernie Sanders og Hillary Clinton of lítill til að hægt sé að úrskurða sigurvegara. Clinton hefur þó náð í 49,9 prósent atkvæða sem gefur henni 22 kjörmenn í Iowa en Sanders 49,6 prósent sem skilar honum 21 kjörmanni.

Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum

Í að minnsta kosti sex kjördeildum var staðan sú að grípa þurfti til þess að kasta peningi upp á hver bæri sigur úr býtum, að því er Guardian greinir frá. Hillary Clinton vann í öll sex skiptin.


Tengdar fréttir

Allt í járnum á milli Sanders og Clinton

Mjótt er á munum á milli tveggja vinsælustu forsetaefna demókrata í Bandaríkjunum. Fyrstu ríkin kjósa í forkosningum eftir þrjár vikur. Niðurstöður kosninga í ríkjunum tveim hafa mikil áhrif á framgang mála. Hillary Clinton varar við




Fleiri fréttir

Sjá meira


×