Íslenski boltinn

Sjáðu markið magnaða hjá Mikkel Maigaard

Tómas Þór Þórðarson skrifar

ÍBV stóð uppi sem sigurvegari í Fótbolti.net-mótinu, fyrsta undirbúningsmóti ársins, en úrslitaleikurinn fór fram í Egilshöllinni í gærkvöldi.

Eyjamenn höfðu betur gegn stjörnum prýddu liði KR, 2-1, en það var danski framherjinn Mikkel Maigaard Jakobssen sem afgreiddi vesturbæjarstórveldið með tveimur mörkum í fyrri hálfleik.

Fyrra markið var einstaklega glæsilegt, en Jakobssen þrumaði boltanum upp í samskeytin af 25 metra færi, óverjandi fyrir Stefán Loga Magnússon í marki KR.

Jakobssen skoraði fyrra markið á 25. mínútu en það síðari skoraði hann átta mínútum síðar eftir glæsilegan undirbúning Simons Schmidt, annars Dana sem er á reynslu hjá ÍBV.

Galdramaðurinn ungi, Guðmundur Andri Tryggvason, kom KR inn í leikinn með marki á 78. mínútu en nær komst KR ekki og fagnaði ÍBV sigri.

Leikurinn var í beinni útsendingu á Sport TV og má sjá mörkin úr leiknum í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira