Enski boltinn

United skoraði loksins í fyrri hálfleik og vann öruggan sigur | Sjáið mörkin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jesse Lingard fagnar marki sínu.
Jesse Lingard fagnar marki sínu. Vísir/Getty

Manchester United vann sannfærandi 3-0 sigur á Stoke City á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni og hefur þar með skorað þrjú mörk í tveimur leikjum í röð.

Manchester United liðið var ekki búið að skora í fyrri hálfleik á Old Trafford síðan í september en fengu draumabyrjun í þessum leik á móti Stoke.

Jesse Lingard kom Manchester United yfir strax á 14. mínútu eftir góðan undirbúning frá afmælisbarninu Cameron Borthwick-Jackson. Lingard skoraði með skutlukalla eftir lága fyrirgjöf Borthwick-Jackson.

Níu mínútum síðar var komið að Anthony Martial sem skoraði þá með frábæru skoti upp í fjærhornið eftir að hafa fengið boltann frá Wayne Rooney.

Wayne Rooney innsiglaði síðan sigurinn sjálfur með þriðja markinu á 63. mínútu leiksins eftir sendingu frá Anthony Martial. Rooney skoraði markið skömmu eftir að marki hafði verið dæmt af honum.

Jesse Lingard kemur Manchester United í 1-0 Martial kemur Manchester United í 2-0 Rooney kemur United í 3-0


Fleiri fréttir

Sjá meira