Enski boltinn

United skoraði loksins í fyrri hálfleik og vann öruggan sigur | Sjáið mörkin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jesse Lingard fagnar marki sínu.
Jesse Lingard fagnar marki sínu. Vísir/Getty

Manchester United vann sannfærandi 3-0 sigur á Stoke City á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni og hefur þar með skorað þrjú mörk í tveimur leikjum í röð.

Manchester United liðið var ekki búið að skora í fyrri hálfleik á Old Trafford síðan í september en fengu draumabyrjun í þessum leik á móti Stoke.

Jesse Lingard kom Manchester United yfir strax á 14. mínútu eftir góðan undirbúning frá afmælisbarninu Cameron Borthwick-Jackson. Lingard skoraði með skutlukalla eftir lága fyrirgjöf Borthwick-Jackson.

Níu mínútum síðar var komið að Anthony Martial sem skoraði þá með frábæru skoti upp í fjærhornið eftir að hafa fengið boltann frá Wayne Rooney.

Wayne Rooney innsiglaði síðan sigurinn sjálfur með þriðja markinu á 63. mínútu leiksins eftir sendingu frá Anthony Martial. Rooney skoraði markið skömmu eftir að marki hafði verið dæmt af honum.

Jesse Lingard kemur Manchester United í 1-0 Martial kemur Manchester United í 2-0 Rooney kemur United í 3-0

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira