Innlent

Vörubíll og sendibíll skullu saman á einbreiðri brú á Suðurlandsvegi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi slyssins.
Frá vettvangi slyssins. Vísir/Brian Chan

Suðurlandsvegur við Stigá, skammt austan Hnappavalla, er nú lokaður vegna áreksturs vörubíls og sendibíls á einbreiðri brú yfir ána.

Einn maður er slasaður og hafa björgunarsveitarmenn í Björgunarsveitinni Kára í Öræfum nú lokið við að klippa hann lausan. Hann er með meðvitund en ekki er frekar vitað um áverka hans.

Sjúkraflutningamenn frá Höfn eru lentir á vettvangi og þá er þyrla Landhelgisgæslunnar á leiðinni á staðinn. Búast má við að lokun vegarins vari einhverja stund meðan unnið er að rannsókn og ökutæki hafa verið færð af brúnni.

Uppfært klukkan 17:11:
Þyrla LHG er nú á leið til Reykjavíkur með aðila úr umferðarslysi á einbreiðri brú yfir Stigá austan Hnappavalla. Þjóðvegurinn er ennþá lokaður og má gera ráð fyrir að svo verði að lágmarki fram til 18:00 og jafnvel lengur enda um að ræða stór ökutæki og vandkvæðum háð að flytja þau til. Ökumenn í 30 til 40 ökutækjum bíða þess nú að komast leiðar sinnar yfir brúna.

Uppfært klukkan 19:14:
Búið er að opna veginn hjá Hnappavöllum 

Þjóðvegur 1 við Stigá, skammt austan Hnappavalla er nú lokaður vegna áreksturs vörubifreiðar og sendibifreiðar á einbrei...

Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Tuesday, 2 February 2016


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira